Menntun

  • BA gráða í sálfræði frá Háskóla Íslands

  • Masters-gráða í félags- og heilsusálfræði við Maastricht háskóla.

  • Diplóma-gráða á mastersstigi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Ég hef einnig sótt mér kennaraþjálfun í núvitund bæði frá Awareness is Freedom og frá Dharma moon og Tibet house.

Auk þess hef ég fengið þjálfun í ráðgjöf á forsendum jákvæðrar sálfræði (positive psychology coacing) við Maastricht University, Endurmenntun Háskóla Íslands og við Wholebeing Institiute.

Reynsla

Í febrúar 2024 hóf ég störf hjá Embætti landlæknis við verkefnastjórn ýmissa verkefna sem tengjast geðrækt og er þar í 50% stöðu. Ásamt því vinn ég sjálfstætt við fræðslu, ráðgjöf og ýmislegt sem tengist andlegri heilsu og geðrækt.
Hér er það helsta sem ég hef fengist við:

  • Fyrirlestrar og vinnustofur fyrir vinnustaði og félagasamtök

  • Ýmis námskeið um leiðir til að hlúa að andlegri heilsu m.a. í Hringsjá, náms- og starfsendurhæfingu, Grettistaki (endurhæfingarúrræði á vegum velferðarsviðs RVK) og Bataskóla Íslands. Ég hef einnig verið með námskeið hjá félagasamtökum og vinnustöðum og opin námskeið fyrir almenning.

  • Aðstoðarkennsla í jákvæðri sálfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands frá 2017.

  • Ráðgjöf hjá Geðhjálp frá 2017.

  • Setið í fagráði Embættis landlæknis um geðrækt frá 2020.