Retreat á Karlsá

 
Jóga við Karlsá

Jóga við Karlsá

Nærandi helgi í fallegri náttúru

 

Við bjóðum upp á nærandi helgi á Karlsá skammt frá Dalvík þar sem tækifæri gefst til að hlúa að heilsu og vellíðan í fallegu umhverfi. Í boði verður að iðka jóga og hugleiðslu, fræðast um leiðir til að hlúa að andlegri heilsu og vellíðan og bragðgóður og nærandi matur.

Innifalið er gisting í tvær nætur, 2 saman í herbergi, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur, vinnustofa um núvitund og sjálfsumhyggju og jógatímar á morgnana og kvöldin ásamt hljóðheilun. Nægt rými verður gefið fyrir frjálsan tíma yfir daginn þar sem til dæmis er hægt er að kanna umhverfið, ganga í náttúrunni, slaka á í heitum potti og gufu eða hvað sem hjartað kallar eftir.

Sendu okkur póst á helgaarnar@gmail.com til að skrá þig

 
 
IMG-6211.jpg

Jóga með Arnbjörgu

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir leiðir okkur í gegnum mjúkt og gott jógaflæði á morgnana og slakandi og djúpnærandi slökunarjóga fyrir svefninn á kvöldin með hljóðheilun í kjölfarið.

Arnbjörg er yogakennari og gætir gongsetursins Óms Yoga & Gongsetur. Hún leggur áherslu á hægt og íhugult jógaflæði (slow flow) í bland við grunnstöður, pranayama og hugleiðslur. Í lokin er yfirleitt yoga nidra frá hefð Bihar eða gongslökun.
Einnig spilar hún á gong, kennir á gong, heldur hugleiðslu-námskeið og leggur rækt við son sinn. Hún hefur lært og starfað með fjölmörgum dýrmætum kennurum innan hefðar Centered Yoga í Tælandi, Kundalini yoga, Ashtanga Yoga ásamt kennurum í Vinyasa flæði, Yoga nidra, barnajóga og fjölskyldujóga. Lesa má nánar um Arnbjörgu hér.

 
37932215_10155557587301911_665084902785417216_o (1).jpg

Vinnustofa með Helgu

Helga Arnardóttir verður með nokkrar stuttar vinnustofur yfir helgina þar sem fjallað verður um núvitund og sjálfsumhyggju og hvernig við getum ræktað þessa þætti með okkur og hlúð þannig að andlegri heilsu okkar og vellíðan. Farið verður í gegnum hugleiðsluæfingar á staðnum auk þess sem þátttakendur fá vinnubók með ýmsum góðum ráðum til að halda vinnunni áfram heima.

Helga er með MSc gráðu í félags- og heilsusálfræði og diplomagráðu í jákvæðri sálfræði og kennararéttindi sem núvitundarkennari. Hún hefur stafað við fræðslu og ráðgjöf um andlega heilsu og leiðir til að hlúa að henni síðan 2015. Lesa má nánar um Helgu hér.

 
gulro%CC%81tarsu%CC%81pa.jpg

Matur a la hildur

Hildur Ársælsdóttir sér um að útbúa bragðgóðan og nærandi mat handa okkur þessa helgi. Hildur starfar sem matarbloggari fyrir himneskt.is og Mæðgurnar. Hún hefur lokið B.S gráðu í næringarfræði frá HÍ, er mikill sælkeri og hefur ástríðu fyrir ljúffengri matargerð úr jurtaríkinu. Boðið er upp á morgun-, hádegis- og kvöldverð þessa helgi.

 
Fengum mjög gott veður, útsýnið var dásamlegt 🙏🏻
Ég tók mjög mikið með mér úr þessari helgi. Svo yndislegt að kynnast þessum flottu konum sem voru með mér þarna. Og maturinn var eitthvað annað, held ég hafi sjaldan smakkað eins góðan og fallegan mat sem var gerður af ástríðu 🙏🏻
Ég mæli svo sannarlega með þessu hjá stelpunum, þær eru svo dásamlegar, ekkert betra en að komast í annað umhverfi og núll stilla sig. 🥰
— Helena Rán Stefánsdóttir
 

Staðsetning

 

Karlsá er reisulegt og fallegt hús á 3 hæðum rétt fyrir utan Dalvík og um 40 km frá Akureyri. Í húsinu eru 7 herbergi með uppbúnum rúmum fyrir 15 manns, eldhús, borðstofa og setustofa. Úti er lítið gufubaðshús og heitur pottur með útsýni yfir fjörðinn og fjöllin allt í kring en hægt er að skoða myndir af húsinu og aðstöðunni við það með því að smella hér.