Aukin vellíðan með aðferðum jákvæðrar sálfræði

Um námskeiðið

Umfjöllunarefni námskeiðs

Á námskeiðinu fjallar Helga um núvitund og jákvæða sálfræði og kennir einfaldar aðferðir til að efla andlega heilsu og vellíðan. Lögð er áhersla á hagnýtingu og námskeiðisgestir fá einfaldar og skemmtilegar æfingar til að gera heima milli tíma auk þess að fá tækifæri til að ræða æfingarnar og áhrif þeirra á námskeiðinu.

Uppbygging

Námskeiðið er kennt einu sinni í viku í 5 vikur, 90 mínútur í senn.
Farið er í gegnum eitt efni í hverjum tíma og gerðar samsvarandi æfingar heima í viku eftir tímann.
Vönduð vinnubók með gagnreyndum æfingum fylgir námskeiðinu.

Vinnubók fylgir námskeiðinu

Verð

Verð á mann er 25.000 kr.
Vinnustaðir sem vilja bjóða starfsfólki sínu upp á námskeið geta haft samband og samið um sér verð fyrir hópinn.

Hvenær er námskeiðið kennt?

Opið námskeið verður auglýst síðar.
Vinnustaðir geta haft samband (helga@andlegheilsa.is) og samið um tímasetningu.
Helga mætir þá á vinnustaðinn og kennir námskeiðið þar.

Um leiðbeinandann

Helga er með BA gráðu í sálfræði, MSc gráðu í félags og heilsu- sálfræði og diplomagráðu í jákvæðri sálfræði. Hún hefur kennt fjölda námskeiða um jákvæða sálfræði, núvitund og sjálfsumhyggju auk þess að kenna jákvæða sálfræði í HR ásamt meðkennara sínum.
Lesa má nánar um Helgu hér.

 

Ummæli um námskeið

Áhugavert og skemmtilegt námskeið.
Helga Arnardóttir er vel skipulögð, afslöppuð og með einægni sinni hreif hún okkur með sér. Án allra öfga og meðvituð um að fólk hefur ekki alltaf tíma í langar hugleiðslu kenndi hún okkur að nota augnablikin til að tengja okkur við núið. Mér finnst frábært að kynnast því hvernig Helga lagði áherslu á að rækta sjálfsumhyggju og sendi okkur mjög gott efni til að fræðast meira og halda áfram eftir námskeiðið. Ég hefði gjarnan viljað að allir mínu nánustu hefðu verið með á námskeiðinu.
— Kolbrún Sif Halldórsdóttir kennari í heislueflingu og heimilisfræði.
Það að fara á námskeiðið Aukin vellíðan fékk mig til að staldra við og njóta augnabliksins. Umræður um þakklæti er stór hluti af námskeiðinu og finnst mér virkilega gott að hugsa um allt það góða sem ég hef og þakka fyrir það. Þannig færist sjónarhornið á það sem er jákvætt og gott í stað þess að maður hugsi um það sem vanti eða það sem er í ólagi. Einnig fannst mér umræður um sjálfsvinsemd (self compassion) góðar og mikilvægt fyrir okkur sem manneskjur að hlúa að okkur sjálfum því þannig getum við betur sinnt öðrum og notið þess sem við erum að gera.
— Sigríður Erna