Við erum flest nokkuð þjálfuð í því að koma auga á gallana okkar og það sem við viljum bæta í eigin fari en oft erum við ekki eins meðvituð um þá styrkleika sem við búum yfir. Helstu styrkleikar okkar eru þeir styrkleikar sem gefa okkur orku og gleði þegar við notum þá og einkenna oft persónuleika okkar. Það eitt að átta sig á helstu styrkleikum sínum, ýtir undir aukna andlega vellíðan og ánægju en þegar við byrjum að nota þá meira í daglegu lífi hjálpar það okkur að finna fyrir meiri tilgangi, orku og sátt með lífið.
Efni námskeiðsins
Á námskeiðinu fræðumst við um tengsl hamingju og andlegrar heilsu. Við lærum um styrkleika, hvaða áhrif þeir hafa á okkur og hvernig þeir tengjast lífsgildum okkar. Þátttakendur fá heimaverkefni sem hjálpa þeim að átta sig á helstu styrkleikum sínum og lífsgildum. Þeir mæta svo í einkatíma til Helgu þar sem kafað verður dýpra í styrkleika hvers og eins og ræddar mögulegar leiðir til þess að nýta þá meira í daglegu lífi og lifa í auknu samræmi við eigin lífsgildi.
Ávinningur
Aukið innsæi í eigin styrkleika og lífsgildi og hugmyndir um hvernig nota megi helstu styrkleika í auknum mæli í daglegu lífi.
Verð: 8.500 kr
Sendu tölvupóst á helga@andlegheilsa.is til að skrá þig á námskeið.