Styrkleikar
Umfjöllunarefni dagsins er styrkleikar og hvernig við getum unnið með styrkleika okkar. Fjallað verður um leiðir til að greina styrkleika sína og þú færð tækifæri til að greina helstu styrkleika þína. Einnig er fjallað um hvernig leggja má rækt við þá styrkleika sem okkur langar til að efla innra með okkur. Þá verður fjallað um rannsóknir á áhrifum styrkleikavinnu á líðan og heilsu fólks.
Njóttu tímans og gangi þér sem best að tileinka þér efni hans.
Vinnubók - hugleiðingar um eigin styrkleika
Áður en við köfum í efni tímans getur verið áhugavert að kanna hvaða viðhorf þú hefur til eigin styrkleika eins og staðan er í dag. Hvaða styrkleika finnst þér þú helst hafa á þessari stundu?
Inngangur - hvað eru styrkleikar
Í þessu myndbandi er farið yfir umræðuefni tímans, fjallað um skilgreiningar á styrkleikum almennt séð og fjallað sérstaklega um hvað kjarna-styrkleikar eru.
Hugleiðsluæfing - aðdáunarverð vera
Hér að neðan er stutt hugleiðsluæfing sem leiðir þig í gegnum ákveðið ferli þar sem þú leiðir hugann að einhverjum sem þér finnst vera aðdáunarverð(ur) á einhvern hátt.
Vinnubók - Æfing 1
Eftir að þú ert búin(n) að hlusta á hugleiðsluæfinguna hér að ofan getur þú opnað vinnubókina á blaðsíðu 19 og gert æfingu 1.
Hvernig greinir maður helstu styrkleika sína?
Í myndbandinu hér til hliðar er farið í gegnum 2 leiðir til að greina helstu styrkleika sína. Það er annars vegar hægt að taka próf á netinu eða nota svo kallað 360 gráðu mat. Einnig er fjallað um rannsóknir á áhrifum þess að greina styrkleika sína á eigin líðan.
Vinnubók - ÆFING 2
Hvaða styrkleikar voru í efstu 5 sætunum hjá þér samkvæmt styrkleikaprófinu eða 360 gráðu matinu? Vinsamlegt skrifaðu þá niður á blaðsíðu 20 í vinnubókina.
Hvernig ræktum við með okkur styrkleika?
Hvert og eitt okkar hefur ákveðna styrkleika eða jákvæða eiginleika sem einkenna persónuleikann okkar en við erum kannski ekki öll endilega að nýta styrkleikana eins vel og við gætum. Við getum lagt rækt við styrkleikana okkar með því að nota þá með vitað. Hér er fjallað um þetta auk þess sem fjallað er um rannsóknir um áhrif þess að rækta með sér ákveðna styrkleika.
Heimaverkefni - dæmi um hvernig rækta má með sér ákveðna styrkleika
Í þessu myndbandi er heimaverkefni vikunnar útskýrt og gefin dæmi um hvernig leggja má rækt við nokkra styrkleika eins og sköpunargleði, góðvild, hugrekki og varfærni.
Vinnubók - heimaverkefni
Heimavinna vikunnar felst í því að velja sér einn styrkleika til að vinna með og nýta hann markvisst á hverjum degi í eina viku.
“Við erum það sem við gerum ítrekað.
Afrek felast því ekki í einni einstakri athöfn heldur í endurtekinni hegðun. ”