Núvitund

Helga-2.jpg

Hvað er núvitund?

Það er stór spurning og hægt að svara á ýmsa vegu. Í stuttu máli má segja að núvitund sé ákv. hugarástand sem við komumst í þegar við veitum núlíðandi augnabliki alla athygli okkar eða vöknum til meðvitundar í augnablikinu. Oftast erum við annars hugar - hugurinn reikar milli hugsana og við erum hálf-sofandi fyrir umhverfi okkar.

Hvernig ræktum við með okkur aukna núvitund?

Með því að tengjast augnablikinu aftur og aftur. Algengasta leiðin er að iðka hugleiðsluæfingar þar sem athyglinni er beint að núlíðandi augnabliki með einhverjum hætti. Algengast er að beina athyglinni að andadrættinum, umhverfishljóðum eða líkamanum og nota þessa athyglispunkta til þess að tengjast augnablikinu og hvíla hugann. Þetta getur verið erfitt til að byrja með og mörgum líður ein og þeir séu ekki að gera neitt sérstakt í fyrstu hugleiðsluæfingunum en smám saman þjálfast þetta upp og við förum að finna fyrir kyrrðinni sem fylgir því að tengjast augablikinu.

Helga-9.jpg