Andleg heilsa - netnámskeið

 
 

Um námskeiðið

Á námskeiðinu fjallar Helga um þá þætti sem helst hafa áhrif á andleg heilsu einstaklinga og um geðrækt eða leiðir til að efla andlega heilsu. Helst er stuðst við aðferðir jákvæðrar sálfræði og núvitundar. Lögð er áhersla á hagnýtingu og fá þátttakendur einfaldar og skemmtilegar æfingar til að gera heima milli tíma auk þess að fá tækifæri til að ræða æfingarnar og áhrif þeirra í lokuðum Facebook hópi. Góð leið til að hlúa að geðheilsunni á þessum krefjandi tímum og læra aðferðir sem hægt er að grípa í hvenær sem er.

  • Verð: 25.000 kr á mann

  • Fyrirspurnir um næsta námskeið: sendið póst á helga@andlegheilsa.is

  • Fyrirtæki og félagasamtök geta samið um lokað námskeið fyrir starfsmenn/félagsmenn.


Uppbygging námskeiðs

  • Námskeiðið er 5 skipti, kennt einu sinni í viku í beinni útsendingu í gegnum Zoom. Upptökur af tímunum verða síðan aðgengilegar í lokuðum Facebook hópi fyrir þátttakendur svo hægt er að horfa á tímann aftur eða eftirá ef viðkomandi kemst ekki þegar hann er kenndur á Zoom.

  • Í hverjum tíma er fjallað um aðferðir til að hlúa að andlegri heilsu og vellíðan. Daglega eru gerðar gagnreyndar æfingar sem samsvara umfjöllunarefni hverrar viku.

  • Æfingarnar eru byggðar á vísindalegum grunni og hafa rannsóknir sýnt fram á gagnsemi þeirra við að auka andlega vellíðan þeirra sem þær stunda.

  • Meðal umfjöllunarefna námskeiðsins eru jákvæð sálfræði, núvitund, þakklæti, jákvæðni, velvild, hreyfing og félagsleg tengsl.

  • Stofnaður verður lokaður Facebook hópur utan um þátttakendur í námskeiðinu þar sem hægt verður að nálgast myndbönd með hverjum tíma, útskýringar á daglegu æfingunum og ítarefni fyrir þá sem hafa áhuga á að kafa dýpra. Þar gefst þátttakendum einnig færi á að ræða saman um efnið og æfingarnar og deila með öðrum þátttakendum fyrir þá sem það vilja. Facebook hópurinn getur hjálpað þátttakendum að muna eftir að gera daglegu æfingarnar og virkað sem góður hvati til að stunda þær.

Copy of Andleg heilsa.png

14522051_10154597448619185_296391045_o.jpg

Um leiðbeinandann

Helga Arnardóttir er með BA gráðu í sálfræði, Master of Science gráðu í félags- og heilsusálfræði og diplomagráðu á mastersstigi í jákvæðri sálfræði.

Hún hefur sótt sér þjálfun í ráðgjöf á forsendum jákvæðrar sálfræði (positive psychology coacing). Einnig hefur hún sótt sér núvitundar-kennaraþjálfun (mindfulness teacher training). 

Helga starfar sjálfstætt við ráðgjöf, námskeið og fræðslu um andlega heilsu og leiðir til þess að hlúa að henni. Hún er reglubundið með námskeið hjá Hringsjá: náms- og starfsendurhæfingu, Bataskólanum og Grettistaki auk þess að sinna ráðgjöf hjá Landsamtökunum Geðhjálp. Hún hefur einnig haldið fjölda fyrirlestra á vinnustöðum um andlega heilsu og leiðir til að stunda geðrækt. Auk þess situr hún í fagráði hjá Embætti landlæknis um geðrækt.

 

Ummæli um fyrri námskeið

Áhugavert og skemmtilegt námskeið.
Helga Arnardóttir er vel skipulögð, afslöppuð og með einægni sinni hreif hún okkur með sér. Án allra öfga og meðvituð um að fólk hefur ekki alltaf tíma í langar hugleiðslu kenndi hún okkur að nota augnablikin til að tengja okkur við núið. Mér finnst frábært að kynnast því hvernig Helga lagði áherslu á að rækta sjálfsumhyggju og sendi okkur mjög gott efni til að fræðast meira og halda áfram eftir námskeiðið. Ég hefði gjarnan viljað að allir mínu nánustu hefðu verið með á námskeiðinu.
— Kolbrún Sif Halldórsdóttir kennari í heislueflingu og heimilisfræði.
Það að fara á námskeiðið Aukin vellíðan fékk mig til að staldra við og njóta augnabliksins. Umræður um þakklæti er stór hluti af námskeiðinu og finnst mér virkilega gott að hugsa um allt það góða sem ég hef og þakka fyrir það. Þannig færist sjónarhornið á það sem er jákvætt og gott í stað þess að maður hugsi um það sem vanti eða það sem er í ólagi. Einnig fannst mér umræður um sjálfsvinsemd (self compassion) góðar og mikilvægt fyrir okkur sem manneskjur að hlúa að okkur sjálfum því þannig getum við betur sinnt öðrum og notið þess sem við erum að gera.
— Sigríður Erna