Staðsetning
Helga mætir á vinnustaðinn og heldur námskeiðið þar.
Lengd
Námskeiðið er haldið í tvö skipti, 90 mínútur í senn.
Efni námskeiðs
Fjallað verður um rannsóknir á hamingju og andlegri heilsu og kynntar hugrænar æfingar sem fólk getur gert til þess að auka andlega vellíðan sína. Meðal þess sem fjallað verður um eru núvitund, þakklæti, líkamleg hreyfing og félagsleg tengsl. Gerðar verða núvitundaræfingar á staðnum auk þess sem þáttakendur fá æfingar til þess að gera heima.
Ávinningur
Þátttakendur fá aukna þekkingu um leiðir til þess að hlúa að andlegri heilsu og vellíðan sinni auk þess sem þeir fá tækifæri til að prófa nokkrar æfingar á eigin skinni og ræða saman um áhrif þeirra.