Velvild
Gefum af okkur, sýnum hjálpsemi og góðvild.
Sýnum sjálfum okkur líka mildi og þolinmæði.
Efni dagsins
Í þessum tíma er fjallað um góðvild bæði gagnvart öðrum en líka gagnvart okkur sjálfum. Gerðar verða léttar og skemmtilegar æfingar og hlustað á hugleiðsluæfingu sem hjálpar okkur að kalla fram og rækta með okkur góðvild gagnvart okkur sjálfum og öðrum.
Vinnubók - Hugleiðingar um velvild
Áður en lengra er haldið langar mig að biðja þig um að skrifa svolítið um hlutverk velvildar í þínu lífi á blaðsíðu 14 í vinnubókinni.
Góðverk
Að láta gott af sér leiða og sýna öðrum hjálpsemi lætur okkur líða vel en hvers vegna? Í myndbandinu hér til hliðar er fjallað um rannsóknir á góðvild og áhrifum hennar.
Vinnubók
Góðverk. Opnaðu vinnubókina blaðsíðu 15 og gerðu æfinguna 5 góðverk sem útskýrð er í lok myndbandsins hér að ofan. Æfingin felst í því að velja sér einn dag til að gera góðverk og ákveða hvaða góðverk verði gerð. Þú getur gert æfinguna núna og gert svo góðverkin seinna á tilgreindum degi.
Sjálfsmildi (self-compassion)
Við höfum öll heyrt um mikilvægi þess að setja súrefnisgrímuna í flugvélinni fyrst á sig áður en maður hjálpar sessunaut sínum og hvernig við getum ekki helt úr tómu glasi og fleira þess háttar.
Heimavinna
Heimavinnan eftir þennan tíma er tvíþætt. Annars vegar að velja einn dag til að gera 5 góðverk og skrifa um þau í vinnubókina og hins vegar að hlusta daglega á hugleiðsluæfinguna Sjálfsumhyggja í 3 þrepum sem er bæði að finna hér að ofan og í appinu Happ app.
“There is no need for temples, no need for complicated philosophies. My brain and my heart are my temples; my philosophy is kindness.”