Aukin vellíðan - 2 skipti

- Hagnýtt námskeið sem veitir þátttakendum tæki og tól til að auka vellíðan sína og efla andleg heilsu.

Staðsetning
Helga mætir á vinnustaðinn og heldur námskeiðið þar.

Lengd
Námskeiðið er haldið einu sinni í viku, 2 klukkutímar í senn í 2 skipti.

Efni námskeiðs
Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um nokkrar leiðir til að hlúa að andlegri heilsu sinni og hamingju. Meðal þess sem fjallað verður um er núvitund, þakklæti og sjálfsvinsemd (self-compassion) og fá þátttakendur tækifæri til að gera nokkrar hugrænar æfingar í tímunum undir leiðsögn Helgu auk þess sem þeir fá æfingar til að prófa heima og tækifæri til þess að ræða um þær í seinni tímanum.

Ávinningur

  • Aukin þekking á leiðum til þess að hlúa að andlegri heilsu og hamingju.
  • Aukin færni í að efla eigin vellíðan og andlega heilsu með æfingum jákvæðrar sálfræði.
  • Tækifæri til að gera æfingar sem stuðla að aukinni vellíðan undir leiðsögn Helgu.
  • Tækifæri til að gera æfingar heima og ræða svo um þær í hópi með öðrum þátttakendum.

Verð

150.000 fyrir einn hóp.
Miðað er við 10-20 manns í hverjum hóp.
Innifalið í verði eru námskeiðisgögn með æfingum sem þátttakendur geta gert heima. 

Áhugavert og skemmtilegt námskeið. Helga Arnardóttir er vel skipulögð, afslöppuð og með einægni sinni hreif hún okkur með sér. Án allra öfga og meðvituð um að fólk hefur ekki alltaf tíma í langar hugleiðslu kenndi hún okkur að nota augnablikin til að tengja okkur við núið. Mér finnst frábært að kynnast því hvernig Helga lagði áherslu á að rækta sjálfsumhyggju og sendi okkur mjög gott efni til að fræðast meira og halda áfram eftir námskeiðið. Ég hefði gjarnan viljað að allir mínu nánustu hefðu verið með á námskeiðinu.
— Kolbrún Sif Halldórsdóttir kennari í heislueflingu og heimilisfræði.