Aukin vellíðan með aðferðum jákvæðrar sálfræði
- Hagnýtt námskeið þar sem þátttakendur kynnast fjölda leiða til þess að efla andlega heilsu og vellíðan
Staðsetning
Helga mætir á vinnustaðinn og heldur námskeiðið þar.
Lengd
Námskeiðið er haldið einu sinni í viku, 2 klukkutíma í senn í 6 skipti.
Efni námskeiðs
Fjallað verður um andlega vellíðan og leiðir til þess að auka hana. 6 mismunandi leiðir, byggðar á rannsóknum á hamingju og vellíðan verða teknar fyrir, ein í hverjum tíma. Þátttakendur fá samsvarandi æfingar til þess að prófa milli tímanna. Leiðirnar sem fjallað verður um eru: styrkleikar, velvild, núvitund, tilfinningar, þakklæti og líkamleg hreyfing. Vinnubók með gagnreyndum æfingum fylgir með.
Ávinningur
Þátttakendur kynnast mismunandi leiðum til þess að rækta með sér aukna andlega vellíðan og fá tækifæri til þess að prófa þær á eigin skinni og ræða áhrif þeirra með öðrum þáttakendum.
Verð
300.000 kr. fyrir námskeiðið í heild sinni.
Miðað er við 10-20 manns í hóp.
Innifalið eru námskeiðisgögn með upplýsingum og gagnreyndum æfingum til að gera heima.