Styrkleikar
- Hagnýtt námskeið þar sem þátttakendur greina helstu styrkleika sína og kynnast leiðum til þess að nýta þá betur í vinnu og einkalífi.
Rannsóknir sýna að þegar fólk fer markvisst að nýta helstu styrkleika sína í daglegu lífi upplifir það gjarnan aukna orku og finnur fyrir meiri tilgangi og sátt með lífið. Auk þess benda rannsóknir til þess að þegar starfsmenn ná að nýta helstu styrkleika sína í auknum mæli í vinnunni, upplifa þeir gjarnan aukna starfsánægju í kjölfarið.
Staðsetning
Helga mætir á vinnustaðinn og heldur námskeiðið þar.
Lengd
Námskeiðið er haldið einu sinni í viku, 2 klukkustundir í senn í 4 skipti.
Efni námskeiðs
Á námskeiðinu er fjallað um leiðir til þess að átta sig á helstu styrkleikum sínum og hvernig nota megi þá meira í daglegu lífi. Einnig er fjallað um ávinninginn af því að vinna með styrkleika sína. Þátttakendur á námskeiðinu greina helstu styrkleika sína og bera kennsl á leiðir til þess að nýta þá í daglegu lífi. Kennsluaðferðin felst í fyrirlestrum, umræðum og heimaverkefnum. Allir þátttakendur fá vinnubók með verkefnum og upplýsingum um fræðin á bak við styrkleika.
Ávinningur
- Aukin þekking um jákvæðri sálfræði og leiðir til þess að hlúa að andlegri heilsu og vellíðan.
- Aukin þekking um styrkleika og ávinning þess að vinna með þá.
- Tækifæri til þess að greina helstu styrkleika og kanna hvernig þeir tengjast lífsgildum.
- Tækifæri til þess að kanna hvernig nýta má helstu styrkleika betur bæði í vinnu og einkalífi.
Verð
240.000 kr fyrir einn hóp fyrir námskeiðið í heild sinni.
Miðað er við 10-20 manns í hverjum hóp.
Innifalið í verði eru námskeiðisgögn með æfingum sem þátttakendur geta gert heima.