Happ App er hamingju-app byggt á vísindum jákvæðrar sálfræði. Appið inniheldur svokölluð jákvæð inngrip en það eru æfingar sem ætlað er að auka andlega vellíðan og hamingju þeirra sem þær stunda. Æfingarnar þróuðust út frá rannsóknum á þeim þáttum sem stuðla að aukinni hamingju og vellíðan mannsins. Sýnt hefur verið fram á gagnsemi þeirra til þess að auka andega vellíðan og hamingju auk þess sem margar þeirra hafa reynst gagnlegar við að draga úr einkennum þunglyndis. Appið er unnið í samstarfi við Embætti Landlæknis og er ókeypis fyrir alla landsmenn. Höfundur appsins er Helga Arnardóttir og hönnuður er Friðgeir Torfi Ásgeirsson. Nú er lítil frumútgáfa af appinu tilbúin en með tímanum mun æfingunum í appinu fjölga.
Appið er aðgengilegt fyrir bæði iphone- og android síma og hægt er að nálgast það í App Store og í Google Play.