Efni námskeiðs
Fjallað verður um andlega vellíðan og leiðir til þess að auka hana. 6 mismunandi leiðir, byggðar á rannsóknum á hamingju og vellíðan verða teknar fyrir, ein í hverjum tíma. Þátttakendur fá samsvarandi æfingar til þess að prófa milli tímanna. Leiðirnar sem fjallað verður um eru: styrkleikar, velvild, núvitund, tilfinningar, þakklæti og líkamleg hreyfing. Vinnubók með gagnreyndum æfingum fylgir með.  

Ávinningur
Þátttakendur kynnast mismunandi leiðum til þess að rækta með sér aukna andlega vellíðan og fá tækifæri til þess að prófa þær á eigin skinni og ræða áhrif þeirra með öðrum þáttakendum. 

Verð: 36.000kr

 Dagskrá:
1. tími: Umfjöllun um andlega heilsu og vellíðan almennt og um styrkleika og áhrif þess að vinna með þá. Fjallað verður um hvernig hægt er að greina helstu styrkleika sína og vinna með þá markvisst. Heima: þátttakendur taka styrkleikarpóf á netinu til þess að greina helstu styrkleika sína og gera styrkleikaæfingu.

2. tími: Umræður um æfingar fyrri viku og umfjöllun um velvild og áhrif þess að sýna sjálfum sér og öðrum velvild.
Heima: æfingar sem miða að því að rækta aukna velvild í eigin garð og annarra.

3. tími: Umræður um æfingar fyrri viku og umfjöllun um núvitund og áhrif þess að rækta hana með sér. Í tímanum prófum við nokkrar núvitundaræfingar.
Heima: Núvitundaræfingar.

4. tími: Umræður um æfingar fyrri viku og umfjöllun um tilfinningar og gagnlegar leiðir til þess að nálgast þær.
Heima: æfingar sem miða að því að auka tíðni jákvæðra tilfinninga.

5. tími: Umræður um æfingar fyrri viku og umfjöllun um þakklæti, hvernig rækta má með sér aukið þakklæti og hvaða áhrif það hefur á okkur.
Heima: þakklætisæfingar. 

6. tími: Umræður um æfingar og umfjöllun um líkamlega hreyfingu og áhrif hennar á andlega heilsu og vellíðan. Fjallað um gagnreyndar aðferðir til þess að auka líkur á að viðhalda nýrri hegðun eins og hreyfingu.

Sendu tölvupóst á netfangið helga@andlegheilsa.is til þess að skrá þig á námskeiðið.