Andleg heilsa og vellíðan um hátíðirnar

fyrirlestur um leiðir til að hlúa að andlegri heilsu og vellíðan yfir jólin

Þótt okkur finnist flestum að jólin eigi að vera hátíðlegur tími þar sem við fögnum og njótum þá er staðreyndin sú að þessi tími reynist mörgum erfiður. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því eins og streita, fjárhagsáhyggjur, löngun til að standast væntingar annarra, einmanaleiki, erfiðar fjölskylduaðstæður, veikindi og fleira.

Oft gerum við illt verra með því að gera óraunhæfar kröfur til okkar, gera ráð fyrir að aðrir hafi ákveðnar væntingar til okkar eða hegða okkur gegn lífsgildum okkar.

Í þessum fyrirlestri fjallar Helga um leiðir til þess að gera þennan tíma sem bestan fyrir okkur sjálf og okkar nánustu. Hún styðst við aðferðir sálfræði og núvitundar auk þess að flétta inn í persónulega reynslu.


Hafðu samband við Helgu með tölvupósti á helga@andlegheilsa.is til að panta fyrirlestur fyrir vinnustaðinn þinn. Fyrirlesturinn tekur um 45-60 mínútur og kostar 60.000kr

 
 
 

Umsagnir

Í heilsuviku Lotu 2018 var eitt af áhersluatriðum andleg heilsa. Andleg heilsa er okkur öllum afar mikilvæg og því nauðsynlegt að gefa henni gaum, rækta hana og efla jafnt og líkamlega heilsu. Við fengum því Helgu til okkar sem fræddi okkur á mjög jákvæðan og uppbyggilegan hátt um vellíðan og andlega heilsu. Helga var mjög létt og skemmtileg og hélt athygli starfsmanna allan tímann, sem getur verið mjög krefjandi;) Hún braut fyrirlesturinn upp með léttri núvitundaræfingu sem var mjög skemmtilegt.
Helga hjálpaði okkur að gera heilsuviku Lotu enn betri.
— Erlen Björk mannauðsstjóri
Helga kom til okkar í vetur með fyrirlestur um jákvæða sálfræði – leiðir til aukinnar vellíðunar og sló hann í gegn. Áhugaverðast var að heyra um hinar ýmsu æfingar til að auka hamingju og efla andlega heilsu í daglegu amstri án mikillar fyrirhafnar. Efling á jákvæðum þáttum er nokkuð sem nýtist bæði persónulega og í starfi. Helga er fagleg og hefur einstaklega góða nærveru.
— Kristín Berta Sigurðardóttir, mannauðssérfræðingur hjá Landsbankanum