Styrkleikar 1.001.jpeg
 
 

Við höfum öll ákveðna kjarna-styrkleika sem eru þeir styrkleikar sem einkenna okkur helst eða það jákvæða sem einkennir persónuleikann okkar helst. Í þessum tíma fjöllum við um hvernig við greinum kjarna-styrkleika okkar og hvernig við getum nýtt þá betur í daglegu lífi okkar og hvernig það eykur lífsgæði okkar. Við fjöllum líka um hvernig við getum ræktað með okkur þá styrkleika sem okkur langar til að efla með okkur, hvort sem það er hugrekki, sköpunargleði, góðvild eða annað. 

Njóttu tímans og gangi þér sem best að tileinka þér efni hans. 

 
 
Vinnubók

Vinnubók

Æfing 1. Hvaða styrkleika sérð þú helst í þér núna?

Áður en lengra er haldið langar mig að biðja þig um að opna vinnubókina og svara spurningunni í æfingu 1. 

 

Hvað eru kjarna-styrkleikar?

Í þessu myndbandi er að finna skilgreningu á hvað styrkleikar og lýsingu á kjarna-styrkleikum og hvernig þeir birtast í okkur.  

 
 

Hugleiðsluæfing - aðdáunarverður einstaklingur 

Mig langar að biðja þig um að hlusta á hugleiðsluæfinguna hér fyrir neðan og svara svo í kjölfarið spurningunni í æfingu 2 í vinnubókinni. 

 
Núvitund 2 - myndir.018.jpeg

Vinnubók

Æfing 2. Hvað er það jákvæða sem einkennir helst manneskjuna sem þú hugsaðir til í hugleiðsluæfingunni hér að ofan? Opnaðu vinnubókina á blaðsíðu xx og skrifaðu niður svarið við spurningunni þar. 

 

Hverjir eru kjarna-styrkleikar þínir?

Í þessu myndbandi er að finna leiðbeiningar um hvernig við getum greint kjarna-styrkleika okkar. 

 

Styrkleikapróf

Nú langar mig að biðja þig um að taka styrkleikaprófið sem fjallað var um í myndbandinu hér að ofan. Smelltu hér til að nálgast prófið. 

 
Núvitund 2 - myndir.018.jpeg

Vinnubók

Æfing 3. Hverir eru helstu styrkleikar þínir samkvæmt prófnu? Ertu sammála niðurstöðunum?

Nú vil ég biðja þig um að opna vinnubókina á blaðsíðu xx og svara spurningunum í æfingu 3 um niðurstöður prófsins. 

 

Að nota kjarna-styrkleika

Nú þegar þú hefur greint kjarna-styrkleika þína er komið að því að vinna með þá. Í þessu myndbandi er fjallað um hvernig við getum farið að nýta þá meðvitað og á nýstárlegan hátt og hvaða áhrif það getur haft á líf okkar og líðan. 

 
Núvitund 2 - myndir.018.jpeg

Vinnubók

Æfing 4. Hvaða styrkleika langar þig til að vinna með í vikunni?

Nú er komið að heimaverkefni vikunnar. Veldu einn af kjarna-styrkleikunum þínum til þess að nýta á nýstárlegan hátt daglega í eina viku. Vinsamlegast opnaðu vinnubókina á blaðsíðu xx og fylltu út áætlun fyrir vikuna. 

 

Nokkur góð ráð

Eins og við höfum heyrt hér í dag er núvitund áhrifamikil leið til þess að hlúa að heilsu okkar og vellíðan. Til þess að uppskera árangur af þessari aðferð er mikilvægt að stunda núvitundaræfingar reglubundið en það getur reynst okkur erfitt að bæta þeim inn í daglega rútínu. Hér í myndbandinu til hliðar eru nokkur góð ráð um hluti sem geta stutt við okkur og hjálpað okkur að festa þessa iðkun í sessi. 

 
Núvitund 2 - myndir.018.jpeg

Vinnubók

Æfing 4. Dagleg hugleiðsla í eina viku. 

Nú er komið að því að iðka það sem við höfum verið að fjalla um hér í dag - núvitund. Eins og fyrr segir er mikilvægt að stunda æfingarnar reglubundið, helst daglega til þess að uppskera árangur af þeim. Heimavinnan eftir þennan tíma er að hugleiða daglega í eina viku og styðjast við hugleiðsluæfinguna Öndun - 15mínútur, sem þú finnur hér á vefsíðunni. Opnaðu nú vinnubókina á blaðsíðu 8 og byrjaðu að fylla inn í áætlunina þar. 

Í lok kaflans um núvitund finnur þú hugleiðsludagbók, þar sem þú skráir upplifun þína af æfingunni eftir hvert skipti út vikuna. 

Gangi þér sem allra best og njóttu þess að hlúa að þér með því að hugleiða. 

 
 
Meditation practice isn’t about trying to throw ourselves away and become something better. It’s about befriending who we are already.
— Pema Chödrön
 
1488489967703.png