Sjálfsumhyggja (self-compassion)

- Hagnýtt námskeið þar sem þátttakendur fá tækifæri til að rækta með sér aukna sjálfsvinsemd sem stuðlar að aukinni vellíðan og dregur úr streitu og sjálfsniðurrifi. 

Þegar við gerum mistök eða göngum í gegnum erfitt tímabil eigum við það til að sýna okkur mun meiri hörku en við myndum sýna ástvini í sömu stöðu. Við gagnrýnum okkur oft harkalega - okkur finnst kannski að við hefðum mátt gera betur og tölum jafnvel fjandsamlega við okkur í huganum. En er þetta viðmót gagnlegt? Knýr þetta okkur til þess að gera betur næst? Rannsóknir benda til þess að mikil harka í eigin garð sé ekki bara gagnslaus heldur geti hún dregið úr líkum á því að við náum árangri. Það að sýna sér umhyggju og hlýju er í raun gagnlegra, þar sem það stuðlar að aukinni þrautseigju, sköpunargleði og hugekki auk þess sem það eykur andlega vellíðan.

Staðsetning
Helga mætir á vinnustaðinn og heldur námskeiðið þar.

Lengd
Námskeiðið er haldið einu sinni í viku, 2 klukkustundir í senn í 4 skipti.

Efni námskeiðs
Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um sjálfsvinsemd eða self-compassion og um andstæðu hennar sem felst í harðri sjálfsgagnrýni og niðurrifi og um hvaða áhrif þessir ólíku þættir hafa á líðan okkar og frammistöðu. Fjallað verður um muninn á sjálfsvorkunn annars vegar og vinsemd í eigin garð hins vegar og ólík áhrif þeirra á hegðun okkar, hugsanir og líðan. Fjallað verður um hvernig við getum ræktað með okkur aukna sjálfsumhyggju og hvernig það hefur jákvæð áhrif á hugrekki, þrautseigju, sköpunargleði og andlega líðan. Þátttakendur fá heimaverkefni til þess að vinna milli tíma en þau dýpka skilning á efninu og gefa þátttakendum færi á því að rækta með sér umhyggju í eigin garð. 

Ávinningur

Þátttakendur öðlast aukna þekkingu á jákvæðri sálfræði og aðferðum hennar til þess að efla andlega heilsu og vellíðan og þá sérstaklega aukna þekkingu á sjálfsvinsemd (self-compassion). Auk þess fá þeir tæki og tól í hendurnar til þess að rækta með sér aukna sjálfsvinsemd og tækifæri til þess að gera æfingar undir leiðsöng Helgu í tímum sem og æfingar til að gera heima milli tíma og tækifæri til að ræða þær með hópnum í tímum. 

Verð

240.000 kr fyrir námskeiðið í heild sinni.
Miðað er við 10-20 manns í hóp.
Innifalið eru námskeiðisgögn með upplýsingum og æfingum sem þátttakendur geta gert heima.