Helga mætir á vinnustaðinn og heldur fyrirlestur um andlega heilsu og leiðir til þess að hlúa að henni. Hún fjallar meðal annars um rannsóknir á hamingju og áhrifaþáttum hennar, tengslin milli andlegrar heilsu og hamingju og um áhrif þess að rækta með sér aukna vellíðan bæði á líkama og sál. Auk þess fer hún í gegnum ýmsar gagnreyndar æfingar til þess að auka andlega vellíðan og efla andlega heilsu.
45-60 mínútur, verð: 60.000 kr
2 klukkutímar, verð 90.000 kr 

Helga kom til okkar í vetur með fyrirlestur um jákvæða sálfræði – leiðir til aukinnar vellíðunar og sló hann í gegn. Áhugaverðast var að heyra um hinar ýmsu æfingar til að auka hamingju og efla andlega heilsu í daglegu amstri án mikillar fyrirhafnar. Efling á jákvæðum þáttum er nokkuð sem nýtist bæði persónulega og í starfi. Helga er fagleg og hefur einstaklega góða nærveru.
— Kristín Berta Sigurðardóttir, mannauðssérfræðingur hjá Landsbankanum