Líflegur og áhugaverður fyrirlestur um efni sem skiptir okkur öll miklu máli, fluttur af sérfræðingi á sviði andlegrar heilsu og vellíðanar.

Efni fyrirlestrar:

  • Í hverju felst andleg heilsa og hvernig tengist hún vellíðan?

  • Hvaða þættir hafa helst áhrif á andlega heilsu og vellíðan?

  • Hvað getum við gert dags daglega til að efla andlega heilsu okkar og auka vellíðan?

Í fyrirlestrinum fjallar Helga um það helsta sem vísindin segja okkur um ofangreindar spurningar auk þess sem hún fer í gegnum nokkrar gagnreyndar æfingar sem einstaklingar geta iðkað dags daglega til að efla andlega vellíðan og heilsu auk þess sem farið er í gegnum nokkrar einfaldar og skemmtilegar æfingar í tímanum. Faglegur fyrirlestur með áherslu á léttleika og hagnýtingu fyrir áheyrendur.

Um Fyrirlestarann:

  • Helga er með bachelor-gráðu í sálfræði, masters-gráðu í félags- og heilsusálfræði og diploma-gráðu á mastersstigi í jákvæðri sálfræði.

  • Einnig hefur hún lokið kennaraþjálfun í núvitund (e. mindfulness).

  • Undanfarin rúm 3 ár hefur Helga starfað við fræðslu og ráðgjöf um andlega heilsu og leiðir til að hlúa að henni m.a. í Bataskóla Íslands, Hringsjá náms- og starfsendurhæfingu, Grettistaki, Geðhjálp auk þess að kenna jákvæða sálfræði við HR ásamt meðkennara sínum þar. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra víða um jákvæða sálfræði og andlega heilsu.


Verð:

45-60 mín fyrirlestur, verð: 70.000 kr
2 klukkutíma vinnustofa, verð 100.000 kr 

Umsagnir um fyrirlestrana:

Helga kom til okkar í vetur með fyrirlestur um jákvæða sálfræði – leiðir til aukinnar vellíðunar og sló hann í gegn. Áhugaverðast var að heyra um hinar ýmsu æfingar til að auka hamingju og efla andlega heilsu í daglegu amstri án mikillar fyrirhafnar. Efling á jákvæðum þáttum er nokkuð sem nýtist bæði persónulega og í starfi. Helga er fagleg og hefur einstaklega góða nærveru.
— Kristín Berta Sigurðardóttir, mannauðssérfræðingur hjá Landsbankanum
Í heilsuviku Lotu 2018 var eitt af áhersluatriðum andleg heilsa. Andleg heilsa er okkur öllum afar mikilvæg og því nauðsynlegt að gefa henni gaum, rækta hana og efla jafnt og líkamlega heilsu. Við fengum því Helgu til okkar sem fræddi okkur á mjög jákvæðan og uppbyggilegan hátt um vellíðan og andlega heilsu. Helga var mjög létt og skemmtileg og hélt athygli starfsmanna allan tímann, sem getur verið mjög krefjandi;) Hún braut fyrirlesturinn upp með léttri núvitundaræfingu sem var mjög skemmtilegt.
Helga hjálpaði okkur að gera heilsuviku Lotu enn betri.
— Erlen Björk mannauðsstjóri