Þakklæti

Blár demantur - þakklæti.001.jpeg
 
 

  “We can complain because rose bushes have thorns,
or rejoice because thorns have roses.” 

― Alphonse Karr

 
 

Efni tímans

Í þessu myndbandi er farið yfir efni og uppbyggingu tímans. 

Hvað er þakklæti?

Hér er fjallað um þakklæti út frá ýmsum sjónarhornum bæði sem tímabundna tilfinningu og sem persónueiginleika. Einnig er minnst á hvaða augum hinir ýmsu spekingar hafa litið þakklæti í gegnum tíðina. 

Vinnubók

Vinnubók

Æfing 1. Hugleiðing um þakklæti.

Opnaðu vinnubókina í kaflanum um þakklæti og gerðu æfingu 1. Hún felst í því að þú veltir aðeins fyrir þér hvaða hlutverki þér finnst þakklæti gegna í þínu lífi. 

 
 
 

Hugleiðsluæfing - öndun

Hér að neðan er 15 mínútna hugleiðsluæfing þar sem athyglinni er beint að andadrættinum. Heimavinnan eftir þennan tíma er að hlusta á þessa æfingu daglega í eina viku. Mikilvægasti hlutinn af þessum tíma er að stunda núvitundaræfingarnar, svo gefðu þér endilega tíma til þess. 

 
Núvitund 2 - myndir.018.jpeg

Vinnubók

Æfing 2. Hvernig var að gera æfinguna?

Þegar þú ert búin(n) að hlusta á æfinguna vil ég biðja þig um að opna vinnubókina og gera æfingu 2 sem felst í því að skrifa niður hver upplifun þín af því að gera æfinguna var.

 

Hvernig gerir maður núvitundaræfingar?

Í myndbandinu hér til hliðar er farið í gegnum grunn núvitundaræfingu þar sem athygli er beint að andadrættinum og henni lýst skref fyrir skref. Þessi hugleiðsluæfing verður svo hluti af daglegri heimavinnu. Hér er líka fjallað um fleiri tegundir af núvitundaræfingum. 

 

Áhrif þess að iðka núvitund

Undanfarna 2 áratugi hafa áhrif núvitundar á heilsu og líðan fólks verið rannsökuð mikið og í ljós komið að núvitund hefur jákvæð áhrif á okkur á marga vegu. Í þessu myndbandi er fjallað um hvað núvitund getur reynst gagnleg við og fjallað um nokkrar rannsóknir stuttlega. 

 
Núvitund 2 - myndir.018.jpeg

Vinnubók

Æfing 3. Hvað langar þig til þess að fá út úr núvitundaræfingum?

Eftir að hafa heyrt um ávinning þess að stunda núvitundaræfingar hvað er það sem þig langar helst til þess að fá út úr því að stunda núvitundaræfingar? Skrifaðu svarið í vinnubókina á blaðsíðu 7. 

 

Nokkur góð ráð

Eins og við höfum heyrt hér í dag er núvitund áhrifamikil leið til þess að hlúa að heilsu okkar og vellíðan. Til þess að uppskera árangur af þessari aðferð er mikilvægt að stunda núvitundaræfingar reglubundið en það getur reynst okkur erfitt að bæta þeim inn í daglega rútínu. Hér í myndbandinu til hliðar eru nokkur góð ráð um hluti sem geta stutt við okkur og hjálpað okkur að festa þessa iðkun í sessi. 

 
Núvitund 2 - myndir.018.jpeg

Vinnubók

Æfing 4. Dagleg hugleiðsla í eina viku. 

Nú er komið að því að iðka það sem við höfum verið að fjalla um hér í dag - núvitund. Eins og fyrr segir er mikilvægt að stunda æfingarnar reglubundið, helst daglega til þess að uppskera árangur af þeim. Heimavinnan eftir þennan tíma er að hugleiða daglega í eina viku og styðjast við hugleiðsluæfinguna Öndun - 15mínútur, sem þú finnur hér á vefsíðunni og í appinu Stilla. Opnaðu nú vinnubókina á blaðsíðu 8 og byrjaðu að fylla inn í áætlunina þar. 

Í lok kaflans um núvitund finnur þú hugleiðsludagbók, þar sem þú skráir upplifun þína af æfingunni eftir hvert skipti út vikuna. 

Gangi þér sem allra best og njóttu þess að hlúa að þér með því að hugleiða. 

 
 
“We can complain because rose bushes have thorns, or rejoice because thorns have roses.” 
— Alphonse Karr
 
1488489967703.png